Velkomin á vefsíðu Tónlistarskóla Árnesinga


Deildatónleikum lokið - takk kæru nemendur

24/11/2016

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga haustið 2016 lauk með söngdeildartónleikum í Hveragerðiskirkju 22. nóvember sl.

Deildatóneikarnir voru sjö talsins og voru þeir hverjir öðrum skemmtilegri. Um 60 - 70 % nemenda tónlistarskólans kom fram ýmist í hljómsveitum, samspilshópum, kórum, sem einleikarar eða sem einsöngvarar.

Báru nemendurnir kennurum sínum gott vitni þar sem fagmennska, öryggi og yfirvegun einkenndi allt tónleikahaldið. 

Takk kæru nemendur fyrir allan dugnaðinn og góðan tónlistarflutning! :)

Helga

lesa meira...


Deildatónleikaröðin

21/11/2016

Deildartónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga stendur yfir.

Hún hófst með blásaradeildartónleikum mánud. 14. nóvember og svo tóku við tónleikar blokkflautudeildar, strengjadeildar, gítardeildar og rytmískrar deildar.

Í þessari viku verða svo tónleikar píanódeildar (mánud. 21. nóv. kl. 18:00 í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi) og tónleikar söngdeildar (þri. 22. nóv. kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju ). 

Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

Helga

lesa meira...


Skólaheimsóknir tónlistarkennara

21/09/2016

Það er mjög fræðandi fyrir kennara og stjórnendur tónlistarskóla að skoða skóla í öðrum sveitarfélögum eða öðrum löndum og fræðast um starfsemi þeirra.

Í vor fóru starfsmenn Tónlistarskóla Árnesinga í mjög góða ferð til Tallinn og Helsinki og í september komu pólskir tónlistarkennarar í heimsókn.

Helga

lesa meira...