Velkomin á vefsíðu Tónlistarskóla Árnesinga


Töfraflautan flutt í Kaldalóni í Hörpu 3. maí

23/05/2016

Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga fluttu Töfraflautu Mozarts í Kaldalóni í Hörpu 3. maí sl. 

Var þetta mikið ævintýri fyrir nemendurna 100 sem komu þar fram ásamt pósku gesta-strengjasveitinni. Stóðu nemendurnir sig allir með miklum sóma og voru tónleikarnir einstaklega ánægjulegir.

Takk fyrir frábæra frammistöðu og til hamingju, bæði nemendur og kennarar, með árangurinn :)

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá æfingunni í Kaldalóni.

Helga

lesa meira...


Umsókn um skólavist - nýnemar sæki um fyrir 1. júní.

23/04/2016

Í byrjun maí berst dreifibréf inn á öll heimili í Árnessýslu frá Tónlistarskóla Árnesinga. Með dreifibréfinu kynnum við starfsemi tónlistarskólans og bjóðum nýnemum að sækja um skólavist.

- Sótt er um nám hér á heimasíðu skólans "UMSÓKN UM SKÓLAVIST", sjá efst á síðunni.

- Umsóknarfrestur nýnema er til 1. júní 2016.

Dreifibréfið má einnig sjá hér í viðhengi.

Helga

lesa meira...


Pólsk strengjasveit í heimsókn

21/04/2016

Síðastliðið vor fór eldri strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga í góða ferð til Póllands. 

Dagana 29. apríl - 6. maí mun pólska strengjasveitin heimsækja Ísland. Verður ýmislegt brallað og mun eldri strengjasveit T.Árn. m.a. æfa með pólsku sveitinni og leika í Skálholti, í Selfosskirkju, í tónlistarskólum í Reykjavík og í Hörpu. 

Helga

lesa meira...