Velkomin á vefsíðu Tónlistarskóla Árnesinga


Svæðistónleikar NÓTUNNAR í Salnum - Lokatónleikar NÓTUNNAR í Hörpu 2. apríl

20/03/2017

Sunudaginn 19. mars tóku níu nemendur Tónlistarskóla Árnesinga þátt í svæðistónleikum NÓTUNNAR í Salnum í Kópavogi ásamt nemendum af Suðurnesjum og úr Kraganum. Við erum mjög stolt af hópnum okkar, þar sem allir stóðu sig einstaklega vel á þessum glæsilegu tónleikum.
 
Kristín Viðja Vernharðsdóttir úr Tónlistarskóla Árnesinga, var valin til áframhaldandi þátttöku í lokatónleikar Nótunnar í Eldborgarsal Hörpu, sem verða sunnudaginn 2. apríl

 

Helga

lesa meira...


Frábærir miðdeildar- og framhaldsdeildartónleikar

20/03/2017

Þriðjud. 14. mars voru í fyrsta sinn haldnir miðdeildartónleikar í skólanum þar sem nemendur í miðnámi (4. og 5. stigi) fengu tækifæri til að koma fram á sameiginlegum tónleikum. 15. mars voru svo haldnir hefðbundnir framahaldsdeildartónleikar.
 
Nemendur og kennarar eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna sem var öllum til mikils sóma. 

Helga

lesa meira...


NÓTU-atriði frá Degi tónlistarskólanna

15/02/2017

Dagur tónlistarskólanna 11. febrúar, var sérlega skemmtilegur í Tónlistarskóla Árnesinga. Fjöldi nemenda kom fram á sjö dásamlegum svæðistónleikum sem dreifðust um alla sýslu. 
* Takk kæru nemendur fyrir frábæra frammistöðu!
 
Eftirtalin atriði voru valin til þátttöku í NÓTUNNI í Salnum í Kópavogi 19. mars:

 

Helga

lesa meira...