Umsókn um skólavist – upplýsingar
Í dreifibréfinu hér fyrir neðan (krækjunni) er að finna ýmsar upplýsingar sem gagnast þeim sem hafa áhuga á að sækja um skólavist fyrir næsta vetur: Dreifibréf 2025 Gott að sækja um sem fyrst til að tryggja sér pláss :)
Kennsla hefst 27. ágúst – einkatímar
Einkatímar hefjast samkvæmt stundaskrá miðvikud. 27. ágúst.
Hóptímar hefjast 3. september
Hóptímar (tónfræði, hljómsveitir og samspil) og undirleikstímar hefjast frá og með miðvikud. 3. september.
Foreldraheimsóknavika
Foreldraheimsóknavika verður dagana 8. – 12. september. Gott samband foreldra og kennara getur skipt sköpum um námsframvindu. Við hvetjum því forráðamenn eindregið til að mæta í tíma með barni sínu, og ræða við kennara um verkefni og markmið vetrarins. - Foreldrar eru að auki velkomnir í kennslustund hvenær sem er.
Tónlistarskólakennaraþing 10. október – kennsla fellur niður
Tónlistarskólakennaraþing 10. október – kennsla fellur niður. 10. október sækja kennarar Tónlistarskóla Árnesinga kennaraþing í Keflavík, ásamt tónlistarkennurum af Suðurlandi og Suðurnesjum. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag.
Haustfrí 23. – 28. október – kennsla fellur niður
Haustfrí 23. – 28. október – kennsla fellur niður. Ath. að 23. – 24. október eru eins og frídagar í grunnskólunum og FSu. og 28. október eru frídagar vegna styttingar vinnuviku tónlistarskólakennara.