Píanókennara vantar í 50% starf – umsóknarfrestur til 27. júní
Píanókennari og meðleikari 50% starf + afleysingar | Tónlistarskóli Árnesinga Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa píanókennara frá 1. ágúst 2025. Menntunar- og hæfniskröfur: Tónlistarkennaramenntun og/eða kennslureynsla Færni í meðleik æskileg Virðing og lipurð í mannlegum samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Hreint sakavottorð Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Launakjör skv. kjarasamningum FT og FÍH við Samband íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Helga Sighvatsdóttir skólastjóri. Síma 861-9687, póstfang: helga@tonar.is. Umsóknarfrestur er til 27. júní 2025. Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu [...]
Umsókn um skólavist – upplýsingar
Í dreifibréfinu hér fyrir neðan (krækjunni) er að finna ýmsar upplýsingar sem gagnast þeim sem hafa áhuga á að sækja um skólavist fyrir næsta vetur: Dreifibréf 2025 Gott að sækja um sem fyrst til að tryggja sér pláss :)
Kennsla hefst 27. ágúst – einkatímar
Einkatímar hefjast samkvæmt stundaskrá miðvikud. 27. ágúst.
Hóptímar hefjast 3. september
Hóptímar (tónfræði, hljómsveitir og samspil) og undirleikstímar hefjast frá og með miðvikud. 3. september.
Foreldraheimsóknavika
Foreldraheimsóknavika verður dagana 8. – 12. september. Gott samband foreldra og kennara getur skipt sköpum um námsframvindu. Við hvetjum því forráðamenn eindregið til að mæta í tíma með barni sínu, og ræða við kennara um verkefni og markmið vetrarins. - Foreldrar eru að auki velkomnir í kennslustund hvenær sem er.