Smiðjuvika 12. – 16. maí
Vikuna 12. – 16. maí stokkum við upp alla hefðbundna kennslu. Í stað hefðbundinna kennslustunda sækja nemendur smiðjur/námskeið sem kennarar skólans sjá um. Miðað er við að nemendur sæki eina til tvær smiðjur. (Nemendur í hálfu námi sæki a.m.k. 1 klst. smiðju og nemendur í heilu námi 2 klst. smiðju). Í pósti til nemenda/foreldra 7.5.2025 er smiðjudagatal fyrir vikuna 12. - 16. maí. Í dagatalinu má sjá hvaða smiðjur eru í boði á hverjum kennslustað og hvenær þær eru. ATH. að kennarar sjá um að skrá í smiðjurnar. Góða skemmtun í smiðjuvikunni 😊
Söng-framhaldsprófstónleikar Karolinu í Selfosskirkju 12. maí
Karolina Konieczna lýkur söngnámi við Tónlistarskóla Árnesinga með framhaldsprófstónleikum í Selfosskirkju mánud. 12. maí kl. 18:00. Með Karolinu koma fram Ester Ólafsdóttir sem leikur á píanó og sönghópur Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur. Fjölbreytt og skemmtileg söngdagskrá með íslenskum og erlendum lögum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!
Blokkflautu-framhaldsprófstónleikar Sylvíu í Hveragerðiskirkju 13. maí
Sylvía Rossel lýkur blokkflautunámi við Tónlistarskóla Árnesinga með framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þriðjud. 13. maí kl. 18:00. Með Sylvíu koma fram Guðjón Halldór Óskarsson sem leikur á sembal; og Blokkflautusveitir Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Kristínar Jóhönnu Dudziak Glúmsdóttur og Helgu Sighvatsdóttur. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá með tónlist allt frá endurreinsnartímanum til dagsins í dag, íslensk og erlend. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!