Blokkflautu-framhaldsprófstónleikar Sylvíu í Hveragerðiskirkju 13. maí
Sylvía Rossel lýkur blokkflautunámi við Tónlistarskóla Árnesinga með framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þriðjud. 13. maí kl. 18:00. Með Sylvíu koma fram Guðjón Halldór Óskarsson sem leikur á sembal; og Blokkflautusveitir Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Kristínar Jóhönnu Dudziak Glúmsdóttur og Helgu Sighvatsdóttur. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá með tónlist allt frá endurreinsnartímanum til dagsins í dag, íslensk og erlend. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!
Skólaslit 19. – 23. maí – nánar hér
Skólaslit verða á kennslustöðum sem hér segir: 19.5.2025 Mánudagur 16:00 FLÚ í Félagsheimili Hrunamanna 19.5.2025 Mánudagur 18:30 ÞOR í Þorlákskirkju 20.5.2025 Þriðjudagur 16:00 FLÓ í Þjórsárveri 20.5.2025 Þriðjudagur 16:30 REY í Aratungu 20.5.2025 Þriðjudagur 18:00 LAU/KER í Skálholtskirkju 21.5.2025 Miðvikudagur 18:00 HVE í Hveragerðiskirkju 22.5.2025 Fimmtudagur 16:00 ÞJÓ í Árnesi 22.5.2025 Fimmtudagur 17:30 STO/EYR í BES Stokkseyri 23.5.2025 Föstudagur 17:00 SEL í Selfosskirkju Hver skólaslit eru um 1 klst. löng. Flutt eru tónlistaratriði og nemendur sem ljúka stigs- eða áfangaprófum fá skírteini afhent. Skólaslit kennslustaða eru með ýmsu móti. Á minni kennslustöðunum eru skólaslit jafnframt vortónleikar nemendanna og koma nær [...]