2023-02-05T00:00:00+00:00
Loading Events

Laugard. 11. febrúar stendur tónlistarskólinn fyrir tónleikadegi, í tilefni af Degi tónlistarskólanna (sem er 7. febrúar).

Þema tónleikanna (sem eru 6 að tölu) verður Haf og sjómennska. Þematónleikar skipa alltaf sérstakan sess í tónleikahaldi, því þar má heyra fjölmörg lög sem annars eru fáséð á nemendatónleikum. Þá má á öllum tónleikunum sjá og heyra þversnið af hljóðfæravali skólans og söng.

 

Staður og stund tónleikanna:

Selfosskirkja kl. 10:00, 12:30 og 15:00 (Nemendur úr Árborg og Flóahreppi)

Þorlákskirkja kl. 10:00 (Nemendur úr Þorlákshöfn)

Félagsheimilið Aratunga kl. 12:30 (Nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi).

Hveragerðiskirkja kl. 15:00 (Nemendur úr Hveragerði og Ölfusi)

 

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi