About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 133 blog entries.

Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju

2024-12-12T15:18:33+00:00

Sjöundu og síðustu deildartónleikar haustsins voru haldnir í Hveragerðiskirkju, þegar söngdeildin steig á stokk. Flutt var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, þar sem nemendur voru allt frá því að vera nýbyrjaðir í söngnámi, upp í að vera komnir á framhaldsstig. Þá komu fram söngfuglarnir okkar (barnakór) og sönghópur nemenda í einsöngsnámi.

Einstaklega ljúf stund í fallega hljómandi Hveragerðiskirkju.

/Helga Sighv.

[…]

Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju2024-12-12T15:18:33+00:00

Jólaball Suzukideildar mikil hátíð

2024-12-12T14:58:09+00:00

Árlegt jólaball Suzukideildar var haldið í Sunnulækjarskóla 4. desember 2024 og var eins og áður mikil hátíð.

Í upphafi dagskrár sameinuðust nemendur í hjómsveit, en hana skipuðu nemendur á blokkflautur, gítara, fiðlur, víólur og selló. Lék hljómsveitin nokkur jólalög og aðra tónlist sem nemendur hafa verið að æfa á haustönninni. Foreldrar Suzukinemenda tóku líka þátt og léku með í nokkrum lögum.

Gengið var í kringum jólatré og jólalögin sungin við undirleik nemenda- og kennarahljómsveitar. Jólasveinninn mætti með mandarínur í poka, grín og glens og tók þátt í dansinum.

Loks skiptust píanónemendur á um að leika jólalög á meðan gestir gæddu sér á smákökum og […]

Jólaball Suzukideildar mikil hátíð2024-12-12T14:58:09+00:00

Hausttónleikar að baki – nokkrar myndir

2024-12-12T13:29:11+00:00

Hausttónleikar kennaranna eru að baki, en á hausttónleikum fá nemendur að njóta sín sem einleikarar og fá þjálfun í framkomu, hver hjá sínum kennara.

Á meðfylgjandi myndum má sjá örlítið sýnishorn frá þeim fjölmörgu hausttónleikum sem fóru fram bæði í nóvember og desember.

/Helga Sighv.

[…]

Hausttónleikar að baki – nokkrar myndir2024-12-12T13:29:11+00:00

Styrkur til Tónlistarskóla Árnesinga

2024-11-25T14:03:29+00:00

Styrkur. Á samkomu í Grænumörk á Selfossi 21. nóvember, tilkynnti Félag eldri borgara um 100.000 króna styrk til Tónlistarskóla Árnesinga. Við þökkum Félagi eldri borgara á Selfossi innilega fyrir fjárstuðninginn og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni. – Styrkurinn verður nýttur til hljóðfærakaupa.

Á samkomunni komu fram blokkflautusveitir Tónlistarskóla Árnesinga og fluttu fjölbreytta tónlist sem spannaði fjórar aldir (16. – 20. öld), ásamt kennurum og píanómeðleikara. Nemendur og kennara þakka kærlega fyrir hlýjar móttökur.

/Helga Sighv.

Styrkur til Tónlistarskóla Árnesinga2024-11-25T14:03:29+00:00

Kórlögin hans Sigfúsar – minningartónleikar

2024-11-27T10:16:12+00:00

Kórlögin hans Sigfúsar var yfirskrift minningatónleika í Hveragerðiskirkju 19. nóvember sl.

Á tónleikunum minntumst við Sigfúsar Ólafssonar fyrrum kennara við skólann, með flutningi 13 laga eftir hann. Sigfús hefði orðið áttræður í ár hefði hann lifað, en hann lést árið 2021.

Um leið minntumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann kom að stofnun skólans árið 1955 og var fjármálastjóri hans í fjölda ára.

Sigfús samdi mörg kórlög og voru þau gefin út á bók. Þar átti Hjörtur nokkra söngtexta, en Ásgeir Sigurðsson fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans útsetti lögin.

 

Húsfyllir var í Hveragerðiskirkju og mikil ánægja með tónleikana. Flytjendur voru nemendur og kennarar Tónlistarskóla […]

Kórlögin hans Sigfúsar – minningartónleikar2024-11-27T10:16:12+00:00

Deildatónleikar nóvembermánaðar fjölbreyttir

2024-11-25T13:33:34+00:00

Deildatónleikar nóvembermánaðar sem allir fóru fram í hátíðarsal Stekkjaskóla, voru mjög fjölbreyttir og vandaðir, en flytjendur voru nær allar hljómsveitir og samspilshópar skólans auk einleikara.

Alls komu um 170 nemendur fram á tónleikunum, undir styrkri stjórn kennaranna.

Það er alltaf svo ótrúlega gaman að heyra vel undirbúna tónleika þar sem fagleg vinnubrögð og metnaður kennaranna og vinnusemi nemendanna skila sér í öruggum flutningi og þar með gleði 🙂

/Helga Sighv.

Gítardeildartónleikar 6.11.2024

[…]

Deildatónleikar nóvembermánaðar fjölbreyttir2024-11-25T13:33:34+00:00

Nýr semball tónlistarskólans vígður

2024-10-16T14:19:29+00:00

Tónleikar í Stokkseyrarkirkju – nýr semball vígður

Tónlistarskóli Árnesinga festi kaup á sembal sl. vor. Hljóðfærið er keypt frá Klinkhammer-sembalverkstæðinu í Hollandi og fyrirmyndin er semball frá um 1700. Þetta eykur möguleika skólans umtalsvert að flytja renesans- og barokktónlist (16. – 18. aldar tónlist), þar sem söngur, blokkflautur og fleiri hljóðfæri fá notið sín með sembalnum.

Semballinn var vígður á dásamlegum tónleikum Nordic Affect í Stokkseyrarkirkju 15. október. Guðrún Óskarsdóttir lék á sembalinn, en með Nordic Affect komu fram skoski blokkflautuleikarinn Ian Wilson og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsleikari, sem einnig er kennari við Tónlistarskóla Árnesinga.

[…]

Nýr semball tónlistarskólans vígður2024-10-16T14:19:29+00:00

Þátttaka í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

2024-10-01T15:45:46+00:00

Sunnud. 29. september tóku sex fyrrverandi og núverandi fiðlunemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga þátt í tónleikum Ungsveitar SÍ. Þetta voru þær Guðrún Birna Kjartansdóttir, Sólrún Njarðardóttir, Hugrún Birna Hjaltadóttir, Bryndís Hekla Sigurðardóttir, Eyrún Huld Ingvarsdóttir (sem var konsertmeistari) og Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir. Allar komust þær að eftir strangt prufuspil og fengu tækifæri til að æfa og leika 9. sinfóníu Dvorák í Eldborgarsal Hörpu. – Glæsilegir fulltrúar skólans!

Mynd frá foreldri

/Helga Sighv.

Þátttaka í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands2024-10-01T15:45:46+00:00

Endurmenntun kennara

2024-10-01T15:46:40+00:00

Á starfsdögum höldum við m.a. ýmis námskeið eða fyrirlestra um málefni sem gagnast kennurum í starfi.

19. ágúst sl. sátu kennarar námskeið Maríönnu Guðbergsdóttur frá Jafnréttisskólanum, sem bar heitið: Háværir strákar og sætar stelpur, en það fjallar m.a. um staðalmyndir kynjanna, mikilvægi jafnréttisfræðslu og að bera kennsl á staðalmyndir sem geta verið hamlandi og jafnvel skaðandi fyrir nemendur. Var fyrirlesturinn og hópastarfið sem fylgdi, gott veganesti út í veturinn.

Á kennaraþingi 26. sept. var svo fjallað um breytingar á aðalnámskrá tónlistarskóla (sem er í umsagnarferli) og menntun og starfsþróun tónlistarskólakennara í Listaháskóla Íslands.

[…]

Endurmenntun kennara2024-10-01T15:46:40+00:00

Haustannir

2024-10-01T15:47:07+00:00

Verkefni haustsins eru alltaf fjölmörg og í mörg horn að líta. Kennarar hafa samband við öll heimilin og setja saman stundaskrár, vetrarstarfið er skipulagt á sameiginlegum fundum og deildafundum, námsefni og hljóðfæri eru yfirfarið o.fl. – Að auki koma alltaf upp einhver óvænt atriði sem bregðast þarf við.

Tónlistarskólinn þurfti að flytja úr viðbótarhúsnæði að Eyravegi 15 á Selfossi, vegna myglu. Fluttist kennslan þaðan að mestu leyti í Stekkjskóla (þar sem vel var tekið á móti okkur 🙂 og til viðbótar þrengdum við að okkur á Eyravegi 9. Svona flutningar þýða mörg handtök og ómetanlegt hve kennarahópurinn er samhentur um að láta […]

Haustannir2024-10-01T15:47:07+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi