About helga

This author has not yet filled in any details.
So far helga has created 140 blog entries.

Tónlistaratriði á Hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands

2025-02-27T10:42:49+00:00

Það hefur verið fastur liður, að Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands sé opnaður með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga.

Í ár, þann 12. febrúar sl, stigu á svið þrír söngnemendur, þær Karolina Konieczna, Auður Garðarsdóttir og Jónína Eirný Sigurðardóttir, ásamt Ester Ólafsdóttur píanóleikara. Fluttu þær lagið O Salutaris eftir F. Schubert, sem var mjög fallegt og gaf dagskránni hátíðlegan blæ.

Dagskrá var fjölbreytt með erindum, viðurkenningum og styrkveitingum og afhenti forseti Íslands Halla Tómasdóttir m.a. fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Árborgar menntaverðlaun Suðurlands, vegna íslenskunámskeiða fyrir foreldra grunnskólabarna með erlendan bakgrunn.

[…]

Tónlistaratriði á Hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands2025-02-27T10:42:49+00:00

6. febrúar – kennsla hefst kl. 13:00

2025-02-06T10:58:05+00:00

Til nemenda og foreldra

Vegna rauðra veðurviðvarana fellur kennsla niður í tónlistarskólanum til kl. 13:00 í dag, 6. febrúar.

 

Veður gengur hratt niður um hádegisbil og miðum við við að hefja kennslu á flestum kennslustöðum kl. 13:00 (eða 14:00 ef kennarar koma úr Reykjavík).

Kennsla ætti að vera að mestu ótrufluð eftir kl. 13:00 á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn, en gæti verið “köflótt” í uppsveitum (breytilegt eftir aðstæðum).

Vinsamlegast látið kennara strax vita ef þið mætið ekki í tónlistartíma eftir kl. 13:00 í dag.

Bestu kveðjur,

Helga Sighvatsdóttir

skólastjóri

– – –

Tónlistarskóli Árnesinga

Eyravegi 9, 800 Selfossi

Sími: 482 1717

Netfang: tonar@tonar.is

Veffang: www.tonar.is

6. febrúar – kennsla hefst kl. 13:002025-02-06T10:58:05+00:00

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

2025-02-05T21:00:07+00:00

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

Skólasvæði Tónlistarskóla Árnesinga nær yfir alla Árnessýslu. Af þeim sökum getur verið misjafnt milli kennslustaða hvort kennsla falli niður eða ekki, bresti á óveður. Eftirfarandi reglur eru því hafðar að leiðarljósi:

  1. Falli kennsla niður í grunnskóla vegna óveðurs eða ófærðar, fellur kennsla tónlistarskólans líka niður á sama grunnskólasvæði.
  2. Komist nemandi ekki í kennslustund vegna óveðurs eða ófærðar, ber honum að tilkynna forföll.
  3. Komist kennari ekki til kennslu vegna óveðurs eða ófærðar, tilkynnir tónlistarskólinn um forföll.

– – –

Nemendur og foreldrar eru beðnir um að fylgjast með veðurspá. – Öryggi fólks er í fyrirrúmi.

[…]

Reglur vegna óveðurs og ófærðar2025-02-05T21:00:07+00:00

Samstarfsverkefni Flóahrepps, Flóaskóla og Tónlistarskóla Árnesinga

2025-02-03T14:01:39+00:00

Samstarfsverkefni Flóahrepps, Flóaskóla og Tónlistarskóla Árnesinga. Tónlistarskólinn kennir í flestum grunnskólum Árnessýslu og hafa þá nemendur tækifæri til að sækja tónlistarkennslu á skólatíma. Þetta getur í mörgum tilvikum verið eini möguleiki nemendanna til hljóðfæranáms, þar sem þau eru bundin af akstri skólabíla og ekki mögulegt að skutlast með börnin lengri vegalegndir eftir skóla. Í Flóaskóla hefur verið kennt á hljóðfæri um árabil, en vegna kennaraskipta féll þessi kennsla niður sl. tvö ár. Með sameiginlegu átaki sveitarfélags, grunnskóla og tónlistarskóla er tónlistarkennslu í Flóaskóla nú ýtt aftur úr vör frá 1. febrúar. Boðið er upp á píanónám á skólatíma og var aðsókn […]

Samstarfsverkefni Flóahrepps, Flóaskóla og Tónlistarskóla Árnesinga2025-02-03T14:01:39+00:00

Hljóðfærakynningar komnar í gang

2025-01-10T13:45:09+00:00

Hljóðfærakynningar komnar í gang. Tónlistarskólinn heimsækir (fimm sinnum á vorönn) alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum Árnessýslu. Í þessum heimsóknum fá nemendur kynningu á hinum ýmsu hljóðfærum sem læra má á. Þau fá upplýsingar um sögu hljóðfæranna, heyra leikið á hljóðfærin og svo syngjum við alltaf nokkur lög saman. Deildarstjórar ásamt fagkennurum halda utan um kynningarnar, sem eru í allt 60 talsins.

/Helga Sighv.

Á meðfylgjandi myndum má sjá kynningu á rytmískum hljóðfærum og klassískum gítar, fyrir nemendur í Vallaskóla.

Hljóðfærakynningar komnar í gang2025-01-10T13:45:09+00:00

Jólakveðja frá Tónlistarskóla Árnesinga 2024

2025-01-10T11:23:51+00:00

Starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

 

Jólalag 2024 er Nú er glatt í döprum hjörtum eftir Wolfgang Amadeus Mozart, í útsetningu Jóhanns I. Stefánssonar.

Söng-, blokkflautu- og trommunemendur ásamt kennurum, flytja jólakveðjuna í ár.

Sjá hér: https://fb.watch/wEUW-iL9k_/

 

Kastljósinu í ár er beint að nýja sembalnum sem keyptur var sl. vor frá Hollandi (fyrirmyndin Klinkhammer-semball frá um 1700).

Við reynum að þessu sinni að skapa hljóðheim frá fyrri öldum með tónlistar- og hljóðfæravali. – Njótið vel!

/Helga Sighv.

Jólakveðja frá Tónlistarskóla Árnesinga 20242025-01-10T11:23:51+00:00

Jólaspilamennska í desember

2024-12-20T11:19:12+00:00

Nemendur og kennarar fóru að vanda í desember út í samfélagið og léku jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana.

Fjölmargir viðburðir voru skráðir undir þessum þætti í skólastarfinu. Má þar nefna heimsóknir á hjúkrunarheimili, leikskóla, kirkjur, verslanir, opin hús, bekkjartónleika í grunnskólum og viðburði þar sem óskað var eftir tónlistarflutningi. Þá tóku margir nemendur og kennarar tónlistarskólans virkan þátt í Litlu-jólum grunnskólanna 19. og 20. desember og léku undir dansi í kringum jólatré.

Við þökkum fyrir ljúfar móttökur á öllum þeim stöðum sem við heimsóttum!

/Helga Sighv.

 

Heimsókn […]

Jólaspilamennska í desember2024-12-20T11:19:12+00:00

Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju

2024-12-12T15:18:33+00:00

Sjöundu og síðustu deildartónleikar haustsins voru haldnir í Hveragerðiskirkju, þegar söngdeildin steig á stokk. Flutt var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, þar sem nemendur voru allt frá því að vera nýbyrjaðir í söngnámi, upp í að vera komnir á framhaldsstig. Þá komu fram söngfuglarnir okkar (barnakór) og sönghópur nemenda í einsöngsnámi.

Einstaklega ljúf stund í fallega hljómandi Hveragerðiskirkju.

/Helga Sighv.

[…]

Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju2024-12-12T15:18:33+00:00

Jólaball Suzukideildar mikil hátíð

2024-12-12T14:58:09+00:00

Árlegt jólaball Suzukideildar var haldið í Sunnulækjarskóla 4. desember 2024 og var eins og áður mikil hátíð.

Í upphafi dagskrár sameinuðust nemendur í hjómsveit, en hana skipuðu nemendur á blokkflautur, gítara, fiðlur, víólur og selló. Lék hljómsveitin nokkur jólalög og aðra tónlist sem nemendur hafa verið að æfa á haustönninni. Foreldrar Suzukinemenda tóku líka þátt og léku með í nokkrum lögum.

Gengið var í kringum jólatré og jólalögin sungin við undirleik nemenda- og kennarahljómsveitar. Jólasveinninn mætti með mandarínur í poka, grín og glens og tók þátt í dansinum.

Loks skiptust píanónemendur á um að leika jólalög á meðan gestir gæddu sér á smákökum og […]

Jólaball Suzukideildar mikil hátíð2024-12-12T14:58:09+00:00

Hausttónleikar að baki – nokkrar myndir

2024-12-12T13:29:11+00:00

Hausttónleikar kennaranna eru að baki, en á hausttónleikum fá nemendur að njóta sín sem einleikarar og fá þjálfun í framkomu, hver hjá sínum kennara.

Á meðfylgjandi myndum má sjá örlítið sýnishorn frá þeim fjölmörgu hausttónleikum sem fóru fram bæði í nóvember og desember.

/Helga Sighv.

[…]

Hausttónleikar að baki – nokkrar myndir2024-12-12T13:29:11+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi