Færeyjaferð blokkflautusveita Tónlistarskóla Árnesinga
2025-03-24T14:07:23+00:00Dagana 7. – 10. mars sl. lagði blokkflautusveit Tónlistarskóla Árnesinga land undir fót og heimsótti Klaksvík í Færeyjum. Með ferðinni endurguldum við heimsókn frá mars í fyrra, þegar Laila Elisabeth Nielsen blokkflautukennari við tónlistarskólann í Klaksvík heimsótti okkur með hóp blokkflautu-, þverflautu- og píanónemenda, ásamt nokkrum foreldrum.
Snemma föstudags lögðu 10 nemendur, ásamt tveimur kennurum og sex foreldrum, af stað frá Selfossi. Síðdegis var hópurinn kominn til Klaksvíkur og strax drifinn í skemmtilega skoðunarferð, undir leiðsögn Hans Hjalta Skaale, um bæinn. Daginn eftir fékk hópurinn að kynnast Klaksvík enn betur og skoðaði m.a. menningarsalinn Varpið, róðrarhöllina og Christianskirkjuna með sína ótrúlega stóru […]