Tveir nemendur ljúka námi – framhaldsprófstónleikar Karolinu og Sylvíu
2025-05-14T11:51:22+00:00Tveir nemendur ljúka námi við Tónlistarskóla Árnesinga í vor með framhaldsprófi. Þetta eru þær Karolina Konieczna sem lýkur söngnámi og Sylvía Rossel sem lýkur blokkflautunámi. Framhaldsprófi lýkur með opinberum tónleikum og fóru þeir fram 12. og 13. maí.
Karolina hélt söngtónleika í Selfosskirkju 12. maí. Ester Ólafsdóttir lék með á píanó, en að auki kom sönghópur tónlistarskólans fram og Anna María Konieczna söng með systur sinni.
Sylvía hélt blokkflaututónleika í Hveragerðiskirkju 13. maí. Meðleikarar hennar voru Guðjón Halldór Óskarsson á sembal og Uelle Hahndorf á selló. Að auki komu fram Daniel Cassidy á gítar, Hugrún Birna Hjaltadóttir á fiðlu, Kristín Jóh. Dudziak Glúmsdóttir […]



[…]
[…]