Samstarfsverkefni Flóahrepps, Flóaskóla og Tónlistarskóla Árnesinga

2025-02-03T14:01:39+00:00

Samstarfsverkefni Flóahrepps, Flóaskóla og Tónlistarskóla Árnesinga. Tónlistarskólinn kennir í flestum grunnskólum Árnessýslu og hafa þá nemendur tækifæri til að sækja tónlistarkennslu á skólatíma. Þetta getur í mörgum tilvikum verið eini möguleiki nemendanna til hljóðfæranáms, þar sem þau eru bundin af akstri skólabíla og ekki mögulegt að skutlast með börnin lengri vegalegndir eftir skóla. Í Flóaskóla hefur verið kennt á hljóðfæri um árabil, en vegna kennaraskipta féll þessi kennsla niður sl. tvö ár. Með sameiginlegu átaki sveitarfélags, grunnskóla og tónlistarskóla er tónlistarkennslu í Flóaskóla nú ýtt aftur úr vör frá 1. febrúar. Boðið er upp á píanónám á skólatíma og var aðsókn […]

Samstarfsverkefni Flóahrepps, Flóaskóla og Tónlistarskóla Árnesinga2025-02-03T14:01:39+00:00

Hljóðfærakynningar komnar í gang

2025-01-10T13:45:09+00:00

Hljóðfærakynningar komnar í gang. Tónlistarskólinn heimsækir (fimm sinnum á vorönn) alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum Árnessýslu. Í þessum heimsóknum fá nemendur kynningu á hinum ýmsu hljóðfærum sem læra má á. Þau fá upplýsingar um sögu hljóðfæranna, heyra leikið á hljóðfærin og svo syngjum við alltaf nokkur lög saman. Deildarstjórar ásamt fagkennurum halda utan um kynningarnar, sem eru í allt 60 talsins.

/Helga Sighv.

Á meðfylgjandi myndum má sjá kynningu á rytmískum hljóðfærum og klassískum gítar, fyrir nemendur í Vallaskóla.

Hljóðfærakynningar komnar í gang2025-01-10T13:45:09+00:00

Jólakveðja frá Tónlistarskóla Árnesinga 2024

2025-01-10T11:23:51+00:00

Starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

 

Jólalag 2024 er Nú er glatt í döprum hjörtum eftir Wolfgang Amadeus Mozart, í útsetningu Jóhanns I. Stefánssonar.

Söng-, blokkflautu- og trommunemendur ásamt kennurum, flytja jólakveðjuna í ár.

Sjá hér: https://fb.watch/wEUW-iL9k_/

 

Kastljósinu í ár er beint að nýja sembalnum sem keyptur var sl. vor frá Hollandi (fyrirmyndin Klinkhammer-semball frá um 1700).

Við reynum að þessu sinni að skapa hljóðheim frá fyrri öldum með tónlistar- og hljóðfæravali. – Njótið vel!

/Helga Sighv.

Jólakveðja frá Tónlistarskóla Árnesinga 20242025-01-10T11:23:51+00:00

Jólaspilamennska í desember

2024-12-20T11:19:12+00:00

Nemendur og kennarar fóru að vanda í desember út í samfélagið og léku jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana.

Fjölmargir viðburðir voru skráðir undir þessum þætti í skólastarfinu. Má þar nefna heimsóknir á hjúkrunarheimili, leikskóla, kirkjur, verslanir, opin hús, bekkjartónleika í grunnskólum og viðburði þar sem óskað var eftir tónlistarflutningi. Þá tóku margir nemendur og kennarar tónlistarskólans virkan þátt í Litlu-jólum grunnskólanna 19. og 20. desember og léku undir dansi í kringum jólatré.

Við þökkum fyrir ljúfar móttökur á öllum þeim stöðum sem við heimsóttum!

/Helga Sighv.

 

Heimsókn […]

Jólaspilamennska í desember2024-12-20T11:19:12+00:00

Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju

2024-12-12T15:18:33+00:00

Sjöundu og síðustu deildartónleikar haustsins voru haldnir í Hveragerðiskirkju, þegar söngdeildin steig á stokk. Flutt var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, þar sem nemendur voru allt frá því að vera nýbyrjaðir í söngnámi, upp í að vera komnir á framhaldsstig. Þá komu fram söngfuglarnir okkar (barnakór) og sönghópur nemenda í einsöngsnámi.

Einstaklega ljúf stund í fallega hljómandi Hveragerðiskirkju.

/Helga Sighv.

[…]

Söngdeildartónleikar í Hveragerðiskirkju2024-12-12T15:18:33+00:00

Jólaball Suzukideildar mikil hátíð

2024-12-12T14:58:09+00:00

Árlegt jólaball Suzukideildar var haldið í Sunnulækjarskóla 4. desember 2024 og var eins og áður mikil hátíð.

Í upphafi dagskrár sameinuðust nemendur í hjómsveit, en hana skipuðu nemendur á blokkflautur, gítara, fiðlur, víólur og selló. Lék hljómsveitin nokkur jólalög og aðra tónlist sem nemendur hafa verið að æfa á haustönninni. Foreldrar Suzukinemenda tóku líka þátt og léku með í nokkrum lögum.

Gengið var í kringum jólatré og jólalögin sungin við undirleik nemenda- og kennarahljómsveitar. Jólasveinninn mætti með mandarínur í poka, grín og glens og tók þátt í dansinum.

Loks skiptust píanónemendur á um að leika jólalög á meðan gestir gæddu sér á smákökum og […]

Jólaball Suzukideildar mikil hátíð2024-12-12T14:58:09+00:00

Hausttónleikar að baki – nokkrar myndir

2024-12-12T13:29:11+00:00

Hausttónleikar kennaranna eru að baki, en á hausttónleikum fá nemendur að njóta sín sem einleikarar og fá þjálfun í framkomu, hver hjá sínum kennara.

Á meðfylgjandi myndum má sjá örlítið sýnishorn frá þeim fjölmörgu hausttónleikum sem fóru fram bæði í nóvember og desember.

/Helga Sighv.

[…]

Hausttónleikar að baki – nokkrar myndir2024-12-12T13:29:11+00:00

Styrkur til Tónlistarskóla Árnesinga frá FEB-Selfossi

2025-01-10T13:42:48+00:00

Styrkur. Á samkomu í Grænumörk á Selfossi 21. nóvember, tilkynnti Félag eldri borgara um 100.000 króna styrk til Tónlistarskóla Árnesinga. Við þökkum Félagi eldri borgara á Selfossi innilega fyrir fjárstuðninginn og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni. – Styrkurinn verður nýttur til hljóðfærakaupa.

Á samkomunni komu fram blokkflautusveitir Tónlistarskóla Árnesinga og fluttu fjölbreytta tónlist sem spannaði fjórar aldir (16. – 20. öld), ásamt kennurum og píanómeðleikara. Nemendur og kennara þakka kærlega fyrir hlýjar móttökur.

/Helga Sighv.

Styrkur til Tónlistarskóla Árnesinga frá FEB-Selfossi2025-01-10T13:42:48+00:00

Kórlögin hans Sigfúsar – minningartónleikar

2024-11-27T10:16:12+00:00

Kórlögin hans Sigfúsar var yfirskrift minningatónleika í Hveragerðiskirkju 19. nóvember sl.

Á tónleikunum minntumst við Sigfúsar Ólafssonar fyrrum kennara við skólann, með flutningi 13 laga eftir hann. Sigfús hefði orðið áttræður í ár hefði hann lifað, en hann lést árið 2021.

Um leið minntumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann kom að stofnun skólans árið 1955 og var fjármálastjóri hans í fjölda ára.

Sigfús samdi mörg kórlög og voru þau gefin út á bók. Þar átti Hjörtur nokkra söngtexta, en Ásgeir Sigurðsson fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans útsetti lögin.

 

Húsfyllir var í Hveragerðiskirkju og mikil ánægja með tónleikana. Flytjendur voru nemendur og kennarar Tónlistarskóla […]

Kórlögin hans Sigfúsar – minningartónleikar2024-11-27T10:16:12+00:00

Deildatónleikar nóvembermánaðar fjölbreyttir

2024-11-25T13:33:34+00:00

Deildatónleikar nóvembermánaðar sem allir fóru fram í hátíðarsal Stekkjaskóla, voru mjög fjölbreyttir og vandaðir, en flytjendur voru nær allar hljómsveitir og samspilshópar skólans auk einleikara.

Alls komu um 170 nemendur fram á tónleikunum, undir styrkri stjórn kennaranna.

Það er alltaf svo ótrúlega gaman að heyra vel undirbúna tónleika þar sem fagleg vinnubrögð og metnaður kennaranna og vinnusemi nemendanna skila sér í öruggum flutningi og þar með gleði 🙂

/Helga Sighv.

Gítardeildartónleikar 6.11.2024

[…]

Deildatónleikar nóvembermánaðar fjölbreyttir2024-11-25T13:33:34+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi