Lög Gunnars Þórðarsonar – frábærir tónleikar
2023-01-27T08:27:03+00:00Laugardaginn 19. nóvember stóð Tónlistarskóli Árnesinga fyrir stórtónleikum með lögum Gunnars Þórðarsonar, í íþróttahúsinu Laugarvatni. Hugmyndin að tónleikunum kviknaði sl. vetur, en þá var þema vetrarins Ást og gleði og féllu lög Gunnars vel að því viðfangsefni. Æfingar fóru af stað sl. vetur, en vegna covid gekk illa að halda úti samspils- og hljómsveitaæfingum. Tónleikarnir frestuðust því fram á haustið.
19. nóvember rann loks stóra stundin upp þegar um 130 nemendur og kennarar mættu á Laugarvatn og fluttu einnar og hálfrar klst. dagskrá fyrir um 300 áheyrendur. Það gladdi okkur mjög að Gunnar mætti sjálfur á tónleikana og gaf það tónleikunum enn […]