Skólahald til áramóta

2020-12-09T15:38:00+00:00

Til foreldra og nemenda

Nýjar sóttvarnareglur varðandi skóla hafa litlar breytingar í för með sér fram til jóla, en von er á nýjum reglum frá áramótum

 

Skólahald til áramóta verður sem hér segir:

Einkatímar – kennt skv. stundaskrá eins og verið hefur og eftir sömu reglum um takmarkanir.

Tónfræðihópar – kennt skv. stundaskrá í staðkennslu. Grímuskylda afnumin hjá nemendum á grunnskólaaldri, en huga áfram að tveggja metra reglu og grímunotkun hjá 16 ára og eldri.

Samspils- og hljómsveitaæfingar – fara almennt í gang, en með takmörkunum um fjölda, fjarlægðir og grímur skv. reglugerðinni.

* ATH. sérstaklega: Suzuki-hóptímar mega starfa, en foreldrar mega aðeins koma með nemendum á […]

Skólahald til áramóta2020-12-09T15:38:00+00:00

Fyrstu tónleikar vetrarins

2020-11-03T15:37:03+00:00

Tónleikahald verður af skornum skammti í vetur vegna fjöldatakmarkana.

27. október voru þó haldnir tónleikar þar sem tveir nemendur fengu tækifæri til að spila í gegnum verk ásamt kennurum sínum og meðleikara.

Þetta voru þær Íris Beata Dudziak, píanó og Katrín Birna Sigurðardóttir, selló, sem báðar undirbúa framhaldspróf frá skólanum í vor.

Með Írisi og Katrínu á myndinni eru kennararnir Ester Ólafsdóttir og Ulle Hahndorf og Einar Bjartur Egilsson meðleikari.

Fyrstu tónleikar vetrarins2020-11-03T15:37:03+00:00

Hljóðfærakynningar í 2. bekk grunnskólanna

2020-11-03T15:35:51+00:00

Einn af föstum þáttum í starfi Tónlistarskóla Árnesinga er að heimsækja 2. bekk í öllum grunnskólum Árnessýslu með hljóðfærakynningar.

Aðstæður hafa verið misjafnar í haust og breyst milli daga, svo við höfum þurft að fresta heimsóknum, en þrátt fyrir ýmiskonar hömlur á skólastarfi hefur okkur tekist að vera með hljóðfærakynningar í fjórum skólum í haust. Öllum kynningum hefur núna verið frestað fram yfir 17. nóvember.

Í október heimsótti 2. bekkur Vallaskóla tónlistarskólann og kynntist rytmískum hljóðfærum og klassískum gítar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Vigni kynna gítarinn.

Við þökkum nemendum og kennurum Vallaskóla innilega fyrir komuna.

[…]

Hljóðfærakynningar í 2. bekk grunnskólanna2020-11-03T15:35:51+00:00

Engin kennsla mánudaginn 2. nóvember

2020-11-02T10:01:14+00:00

Öll kennsla fellur niður mánudaginn 2. nóvember. Stjórnendur og kennarar fara yfir nýja reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.

Engin kennsla mánudaginn 2. nóvember2020-11-02T10:01:14+00:00

Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

2020-10-02T09:11:52+00:00

Það var stór stund í tónlistarsögu Sunnlendinga þegar stofnuð var Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á haustdögum. Stjórnandi sveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson, en hann kom einnig að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fyrir 27 árum síðan og var stjórnandi hennar í 22 ár. Hér er því byggt á mikilli reynslu.

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hélt sína fyrstu tónleika 16. september og voru það grunnskólanemendur í Þorlákshöfn, Hveragerði og uppsveitum sem fengu að njóta þeirrar skemmtilegu dagskrár sem boðið var uppá. Því miður tókst ekki að halda tónleika í Árborg vegna Covid.

Það er gaman að geta þess að kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skipuðu að stórum hluta hina nýstofnuðu hljómsveit, auk […]

Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands2020-10-02T09:11:52+00:00

Gjöf til skólans

2020-10-06T10:37:17+00:00

Tónlistarskóla Árnesinga berast af og til gjafir frá velunnurum.

Þannig var það þegar Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, foreldri og nemandi við skólann, kom færandi hendi á dögunum með þráðlausan Sennheiser míkrófón og mixer. Gjöfina sagði hún vera í minningu bróður síns Sigurðar Björnssonar, sem lést 2006, „var mikill tónlistaraðdáandi, elskaði Bítlana og hlustað mikið á tónlist“.

Ætlunin er að tækin nýtist bæði rytmísku- og söngdeildinni og er andvirði hennar um 70.000 krónur.

Við þökkum Ingibjörgu Elsu innilega fyrir gjöfina og hlýhug til tónlistarskólans.

Við afhendingu gjafarinnar 1. október 2020

Gjöf til skólans2020-10-06T10:37:17+00:00

Laus pláss á blásturshljóðfæri

2020-10-01T10:41:49+00:00
Það eru örfá laus pláss á blásturshljóðfæri á Selfossi og í Þorlákshöfn. Nemendur sem vilja læra á trompet, horn, básúnu, þverflautu, saxófón eða klarínettu eru velkomnir, en aðeins er um örfá pláss að ræða. Krakkar í 3. eða 4. bekk grunnskóla eru á kjöraldri.
Blásarakrakkar fara strax og geta leyfir í blásarasveit og fá þar mikinn félagsskap.
Áhugasamir hafi samband við skrifstofu eða sæki um á heimasíðu skólans tonar.is
Fyrstir koma, fyrstir fá.
Laus pláss á blásturshljóðfæri2020-10-01T10:41:49+00:00

Framhaldsprófstónleikar Margrétar Guangbing Hu

2020-06-02T11:13:03+00:00

Það er alltaf ánægjulegt og stór áfangi þegar nemendur ljúka framhaldsprófi frá tónlistarskólanum. Í vor lauk Margrét Guangbing Hu framhaldsprófi og hélt tilheyrandi tónleika í Hveragerðiskirju þann 28. maí sl. Til gamans má geta þess að Margrét er yngsti nemandi Tónlistarskóla Árnesinga sem lýkur framhaldsprófi, en hún útskrifast frá Grunnskólanum í Hveragerði í vor.

Margrét hóf Suzuki-píanónám við Tónlistarskóla Árnesinga árið 2009, þá  5 ára gömul, en kennari hennar frá upphafi hefur verið Ester Ólafsdóttir. Hún hefur komið fram við fjölda tækifæra innan og utan skólans og tók m.a. þátt í svæðistónleikum Nótunnar  (uppskeruhátíð tónlistarskólanna) í Hafnarfirði 2014. Hún lék líka í […]

Framhaldsprófstónleikar Margrétar Guangbing Hu2020-06-02T11:13:03+00:00

Umsóknir um skólavist 2020 – 2021

2020-05-06T09:14:59+00:00

Nemendur sem óska eftir skólavist veturinn 2020 – 2021 sækja um rafrænt með því að smella á hnappinn UMSÓKN UM SKÓLAVIST hér fyrir ofan.

(Núverandi nemendur sækja um í gegnum foreldragátt).

 

Í þessum hlekk (Dreifibréf 2020) má sjá upplýsingar um það nám sem í boði er, en þær er jafnframt að finna hér á heimasíðu skólans.

 

Umsóknir um skólavist 2020 – 20212020-05-06T09:14:59+00:00

Kennsla frá 4. maí

2020-05-06T09:04:03+00:00

Það hallar í lok þessa sérstaka vetrar. Ekki er hægt að segja annað en að nemendur, foreldrar og kennarar hafi tekist á við aðstæðurnar af miklum dugnaði og æðruleysi. Framfarir nemenda hafa í raun verið undraverðar þrátt fyrir allt.

Einkatímar, undirleikstímar og tónfræðitímarkennsla hefst á ný á öllum kennslustöðum, samkvæmt stundaskrá.

ATH. Nemendur, foreldrar og kennarar hafa áfram val um fjarkennslu.

 

Hljómsveitaæfingar og samspilstímar falla niður.

 

Umgengnisreglur á kennslustöðum eru í samræmi við tilmæli almannavarna og mikilvægt að slaka ekki á þeim.

– Vandaður handþvottur fyrir hverja kennslustund.

– Sprittun snertiflata milli nemenda.

– 2 metrar milli manna (eldri en 16 ára).

– Umferð foreldra í húsnæði […]

Kennsla frá 4. maí2020-05-06T09:04:03+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi