Vínarbrauðstónleikar veglegir að vanda

2024-05-16T17:07:10+00:00

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar voru haldnir í Árnesi 12. maí með fjölbreyttri dagskrá – sem endaði á kaffisamsæti nemenda, foreldra og kennara að vanda.

Þessir tónleikar eru alltaf stór hátíð í starfi strengjadeildar og voru tónleikarnir í ár engin undantekning þar á.

Hópurinn að afloknum tónleikum.

/Helga Sighv.

Vínarbrauðstónleikar veglegir að vanda2024-05-16T17:07:10+00:00

Vortónleikar og Suzuki-útskriftir

2024-05-16T17:07:53+00:00

Vortónleikar og Suzuki-útskriftir hafa litað allan maímánuð, enda er vorið uppskerutími vetrarstarfsins.

Nemendur hafa komið fram hjá sínum kennurum á litlum tónleikum á Selfossi, Þorlákshöfn og Hveragerði.

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum líflegu tónleikum.

                  […]

Vortónleikar og Suzuki-útskriftir2024-05-16T17:07:53+00:00

Skemmtilegur þematónleikadagur 20. apríl

2024-05-16T17:08:31+00:00

Þematónleikadagur 20. apríl

Það var þétt dagskrá hjá kennurum og nemendum skólans, þegar haldnir voru sex þematónleikar á fjórum stöðum í Árnessýslu laugard. 20. apríl. Viðfangsefni tónleikanna var Eurovision-tónlist.

Það var gaman að sjá og heyra hve vel kennurum tókst að undirbúa þetta verkefni með nemendum sínum, þar sem nótur liggja ekki á lausu. Það var því undir kennurum komið að útbúa hæfilegt efni fyrri nemendur. Stundum reyndi líka á að búa til tengingu við efnið ef ekkert Eurovisionlag hentaði og mátti heyra t.d. önnur lög eftir ABBA, lög úr fyrri sönglagakeppnum innanlands, tónlistarstílar tengdir við þemað og margt fleira.

Kærar þakkir kennarar og […]

Skemmtilegur þematónleikadagur 20. apríl2024-05-16T17:08:31+00:00

Framhaldsprófstónleikar Kristínu

2024-05-16T17:08:48+00:00

Framhaldsprófstónleikar Kristínu. 

Kristína G. Guðnadóttur lauk námi við Tónlistarskóla Árnesinga með opinberum tónleikum í Selfosskirkju þann 18. apríl.

Dagskráin var afskaplega falleg með verkum sem spönnuðu um 400 ár í tónlistarsögunni, eða allt frá 16. – 20. aldar.

Meðleikarar á tónleikunum voru Ester Ólafsdóttir á píanó og orgel, Eyjólfur Eyjólfsson (söngkennari Kristínu) á þverflautu, Uelle Hahndorf á selló, Guðmundur Pálsson og Zbigniew Zuchowicz á fiðlur og söngnemarnir Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, Jónína Eirný Sigurðardóttir og Aldís Þóra Harðardóttir.

Við óskum Kristínu góðs gengis á söngbrautinni!

       […]

Framhaldsprófstónleikar Kristínu2024-05-16T17:08:48+00:00

Nótan 2024 í Salnum Kópavogi

2024-05-16T17:09:09+00:00

Nótan 2024.

Þeir stóðu sig vel nemendur okkar sem komu fram á Nótunni (uppskeruhátíð tónlistarskóla á landsvísu) í Salnum í Kópavogi þann 13. apríl.

Hildur Kristín Hermannsdóttir lék eigin útsetningu á Pianoman eftir Billy Joel á píanó – og Valdís Jóna Steinþórsdóttir lék Rondo eftir Saint-Georges á sópranblokkflautu við píanóundirleik Björns Pálma Pálmasonar.

Dömurnar komu fram á þriðju og síðustu tónleikum dagsins og voru skólanum til mikils sóma.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu og tónleikum.

   

/Helga Sighv.

Nótan 2024 í Salnum Kópavogi2024-05-16T17:09:09+00:00

Fiðlukvartett í Listasafni Árnesinga.

2024-03-23T12:49:46+00:00

Fiðlukvartett í Listasafni Árnesinga. Fimmtudaginn 21. mars stóðu Bókabæirnir austan fjalls fyrir margmála ljóðakvöldi í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Fiðlukvartett, skipaður nemendum Maríu Weiss, þeim Ásthildi, Bryndísi Heklu, Guðrúnu Birnu og Hugrúnu Birnu, lék tvö skemmtileg verk á ljóðakvöldinu. Þarna fléttuðust saman myndlist, ljóðlist og tónlist á mjög skemmtilegan hátt í listrænu umhverfi undir stjórn Jónínu Sigurjónsdóttur sem hélt utan um dagskrána.

/Helga Sighv.

Fiðlukvartett í Listasafni Árnesinga.2024-03-23T12:49:46+00:00

Glæsilegir framhaldsprófstónleikar

2024-03-23T12:47:28+00:00

Helga Höeg Sigurðardóttir lauk námi við Tónlistarskóla Árnesinga með glæsilegum tónleikum í sal skólans föstud. 22. mars. Henni var vel fagnað í lok tónleika af gestum sem fylltu salinn. Eyrún Huld Ingvarsdóttir lék með Helgu í einu verkanna, á fiðlu. Kennari Helgu var Miklós Dalmay. Við óskum Helgu Höeg innilega til hamingju með þennan stóra og glæsilega áfanga!

/Helga Sighv.

Að afloknum tónleikum: Helga, Eyrún og Miklós

Glæsilegir framhaldsprófstónleikar2024-03-23T12:47:28+00:00

Frá mið- og framhaldsdeildatónleikum

2024-03-15T17:18:14+00:00

Mið- og framhaldsdeildartónleikar voru haldnir 12. og 14. mars í hátíðarsal Stekkjaskóla og í Hveragerðiskirkju.

Nemendur stóðu sig afskaplega vel á báðum tónleikunum, þar sem fjölbreytt dagskrá og falleg framkoma nemendanna fékk notið sín í góðum hljómburði á báðum stöðum.

Nemendur, kennarar og meðleikarar fá hjartans þakkir fyrir allan undirbúninginn og frábæra frammistöðu á tónleikunum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá báðum tónleikum.

/Helga Sighv.

 

Frá miðdeildartónleikum:

  

[…]

Frá mið- og framhaldsdeildatónleikum2024-03-15T17:18:14+00:00

Erlendir gestir heimsækja tónlistarskólann

2024-03-15T16:46:29+00:00

Tónlistarskólinn fær reglulega hópa erlendra gesta í heimsókn.

12. mars sl. kom hópur nemenda frá Berlín, sem stundar nám vegna starfa við aðhlynningu. Íslandsheimsókn er hluti námsins og heimsækja nemendur ýmsa skóla og stofnanir sem tengjast viðfangsefninu. Í tónlistarskólanum fá gestirnir upplýsingar um starfsemi skólans og tónlistarkennslu á Íslandi og fá um leið tækifæri til samtals um áhrif tónlistariðkunar á heilann og líðan.

Á myndinni má sjá hópinn að afloknu erindi.

/Helga Sighv.

 

Erlendir gestir heimsækja tónlistarskólann2024-03-15T16:46:29+00:00

Nemendaheimsókn frá Færeyjum

2024-03-14T11:10:06+00:00

Nemendaheimsókn. Hópur færeyskra blokkflautunemenda heimsótti Tónlistarskóla Árnesinga helgina 8. – 10. mars, ásamt kennara sínum Lailu Nielsen. Blokkflautusveitir TÁ tóku á móti gestunum og æfðu nemendur allir saman nokkur íslensk og færeysk lög í útsetningu Lailu. Á laugardeginum skoðaði hópurinn Geysi og Gullfoss og endaði svo á að spila í Skálholtskirkju. Heimsókninni lauk með tónleikum á Selfossi á sunnudeginum þar sem þjóðlögin voru flutt og hver sveit flutti líka sitt efni.

Skemmtileg og lærdómsrík helgi var að baki, en samstarf af þessu tagi er alltaf mjög gefandi fyrir alla þátttakendur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingahelginni.

/Helga Sighv.

[…]

Nemendaheimsókn frá Færeyjum2024-03-14T11:10:06+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi