Suzukinám er ætlað börnum sem hefja nám 3 – 5 ára. Upplýsingar um Suzuki-kennsluaðferðina má finna á slóð Suzukisambands Íslands: http://www.suzukisamband.is/adferdin
og á þessari slóð frá foreldrafélagi Suzukinemenda: Um Suzukinám
Eftirtaldar Suzuki-námsgreinar eru í boði:
– ATH. Undir nöfnum hljóðfæranna eru virkar krækjur með upplýsingum um hljóðfærin.
• Blokkflauta – (Blokkflautan-ítarefni)
• Fiðla
• Gítar
• Píanó
• Selló
• Víóla
Í Suzukinámi er lögð áhersla á virka þátttöku foreldra. Foreldrar mæta í alla tíma með börnum sínum og æfa með þeim heima, auk þess að læra sjálfir á hljóðfærið. Byrjendur í Suzukinámi sækja 30 mín. einkatíma á viku og 45 mín. hóptíma aðra hverja viku.
Kennt er samkvæmt móðurmálsaðferðinni. Sjá nánar á heimasíðu Íslenzka Suzukisambandsins: www.suzukisamband.is – Suzukiaðferðin
– – –
Starfandi er Foreldrafélag Suzukinemenda í Tónlistarskóla Árnesinga. Hér fyrir neðan má sjá lög félagsins og fundargerðir:
Lög suzukitonar eftir aðalfund 14.10.19
Fundargerð stofnfundar foreldrafélagsins Suzukitónar
Fundagerð aðalfundar Suzukitóna 14.10.19