Tónlistarskóli í samkomubanni – „iðandi af lífi“
2020-04-03T08:12:53+00:00Að baki er langur og skrítinn mánuður.
Frá og með mánud. 30. mars fer öll kennsla fram í fjarkennslu – og við höldum áfram fjarkennslu eftir páskafrí, þar til annað verður ákveðið.
Þó það sé ekki sýnilegt, þá er skólinn „iðandi af lífi“ frá morgni til kvölds. Kennarar hafa verið duglegir að skoða ýmsa fjarkennslumöguleika. Flestir kenna í gegnum Messenger, Skype, Zoom, Whereby, Google Hangout, Teams eða Facetime. Til viðbótar leggja kennarar inn verkefni, skanna og senda nótur og fá upptökur frá nemendum. Kennsla yngstu nemendanna fer fram í gegnum foreldrana.
Undirleikur felst aðallega í því að senda nemendum upptökur að undirleik, en einnig hefur […]



[…]

[…]