Námsframboð2023-01-09T09:35:22+00:00

Námsframboð

Skólinn býður uppá fjölþætt nám, þ.e. Suzukinám fyrir nemendur sem byrja 3-5 ára, klassískt nám fyrir 6 ára og eldri, rytmískt nám fyrir 8/9 ára og eldri, söngnám fyrir 10-15 ára sem kallast Söngfuglar og söngnám fyrir 16 ára og eldri. Framboð er þó breytilegt milli kennslustaða.

Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Nemendur á blásturs- og strokhljóðfæri geta fengið leigð hljóðfæri hjá tónlistarskólanum.

Nemendur á önnur hljóðfæri þurfa að hafa aðgang að, eða kaupa hljóðfæri (í samráði við kennara).

Í tónlistarnámi þarf að gera ráð fyrir kaupum á nótnabókum, nótnapúlti (statív), fótstól o.fl. eftir því hvert hljóðfærið er.