Umsóknir um skólavist 2021 -2022
2021-05-10T16:49:42+00:00Nú er rétti tíminn til að sækja um nám fyrir nýnema veturinn 2021-2022
.
Nú er rétti tíminn til að sækja um nám fyrir nýnema veturinn 2021-2022
.
Kæru nemendur og foreldrar
Vegna tilskipana sóttvarnaryfirvalda og ráðuneyta verður Tónlistarskóli Árnesinga lokaður og engin kennsla fimmtudaginn 25. mars og föstud. 26. mars. Páskafrí tekur við af þessum dögum.
Við sendum ykkur upplýsingar um hvaða skipulag tekur við eftir páskafrí, þegar ljóst er hvaða reglur gilda um skólahald frá 6. apríl.
Gleðilega páska!
Þann 17. mars voru haldnir Suzuki-útskriftartónleikar þar sem nemendur á fiðlu, víólu, selló, gítar og píanó útskrifuðust úr Suzukibókum.
Fjölbreytt dagskrá þar sem margir stigu sín fyrstu spor á tónleikasviðinu – og stóðu sig vel 🙂
Íris Beata Dudziak, lauk framhaldsprófi í píanóleik með tilheyrandi framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þann 16. mars. Flutti Íris glæsilega einleiksdagskrá sem lauk með samleiksatriði með strengjakvartett skólans. Við óskum Írisi innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og frábæra frammistöðu. Íris stundaði lengst af píanónám við Tónlistarskóla Rangæinga, en Ester Ólafsdóttir píanókennari leiddi hana síðasta spölinn hér hjá okkur.
Við höfum bjargað okkur með upptökum og Teams-tónleikahaldi í vetur, en eftir heils árs bindindi á hefðbundið tónleikahald fór loks að rofa til í mánuðinum.
Þann 3. mars héldum við miðdeildartónleika og 12. mars tvenna framhaldsdeildartónleika. Tónleikahaldið var auðvitað markað af smitvörnum þannig að þeir voru ekki auglýstir eins og í venjulegu ári og hver flytjandi mátti aðeins taka með sér einn gest – en mikið var ánægjulegt að geta aftur haldið tónleika og fá gesti í salinn.
Framhaldsdeildartónleikunum var líka streymt, sem var frumraun okkar í þeim efnum, og um leið ný leið til miðlunar efnis frá skólanum. Gekk streymið afskaplega vel, […]
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi 1. mars (gilda til 30. apríl). Um er að ræða allnokkrar tilslakanir sem við gleðjumst mjög yfir,
en við höldum áfram persónulegum smitvörnum með handþvotti og sprittun – og mætum ekki veik/kvefuð í tónlistarskólann.
Foreldrar eru beðnir um að bera áfram grímur þegar þeir mæta í skólann.
– – –
Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Sjá HÉR
Helstu reglur fyrir tónlistarskóla:
– Hámarksfjöldi einstaklinga í rými = 50 (starfsmenn + fullorðnir)
– Hámarksfjöldi nemenda í rými = Fylgir reglum viðkomandi skólastigs:
– leikskóli: engin fjöldamörk,
– grunn-, framhalds- og háskóli: 150
– Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk og nemenda = 1 metri
– Grímunotkun = Þar […]
Ragnhildur Magnúsdóttir ritari Tónlistarskóla Árnesinga lét af störfum 1. mars. Við þökkum Ragnhildi innilega fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf og þægilega nærveru sl. 20 ár, eða frá janúar 2001.
Við starfi ritara tekur Guðrún Helgadóttir. Við bjóðum hana velkomna til starfa og óskum henni góðs gengis á þessum nýja starfsvettvangi.
Ragnhildur og Guðrún við ritaraborðið.
Það var ánægjulegt að geta sett skipulagðar heimsóknir tónlistarskólans í grunnskólana aftur af stað núna í janúar.
Tónlistarskólinn heimsækir öll börn í 2. bekk í grunnskólum Árnessýslu með hljóðfærakynningar, fimm sinnum yfir veturinn. Vegna Covid féllu kynningarnar niður að miklum hluta fyrir jól, en í síðustu viku fóru kennarar aftur af stað og nú með þéttara prógram til að koma öllum kynningunum að fyrir vorið.
Þeir Stefán og Vignir heimsóttu uppsveitir (þ.e. Kerhólsskóla, Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni og í Reykholti, Flúðaskóla og Þjórsárskóla) og kynntu rytmísk hljóðfæri og klassískan gítar, en þau Guðmundur K. og María kynntu strengjahljóðfærin fyrir nemendum Flóaskóla, Barnaskólans á […]
Með þessari upptöku af laginu Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns, óskar starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. (Færið bendilinn yfir heiti lagsins og smellið til að hlusta).
Hljóðfæraleikarar:
Elísabet Anna Dudziak fiðla
Ingibjörg Ólafsdóttir, fiðla
Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, víóla
Katrín Birna Sigurðardóttir, selló
Íris Beata Dudziak, píanó
Aðlögun og útsetning tónlistar. Jóhann I. Stefánsson
Umsjón. Guðmundur Kristmundsson.
Það er ánægjulegt hve líflegt skólastarfið er þrátt fyrir allt.
Eyrún Huld Ingvarsdóttir tók þátt í fiðlukeppni á vegum pólska sendiráðsins í haust. Vegna Covid var hætt við tónleika, en nemendur sendu inn myndband með hljóðfæraleiknum í staðinn.
Eyrún lék 3. þátt úr konsert í g-moll eftir Vivaldi og Salut d’amour eftir Edward Elgar, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.
Í gær var tilkynnt um úrslit, þar sem Eyrún Huld vann í sínum aldursflokki.
Við sendum Eyrúnu og kennara hennar Guðmundi Pálssyni innilegar hamingjuóskir!