Glæsilegur árangur á svæðistónleikum Nótunnar
2019-03-18T10:44:15+00:00Sl. laugardag fóru fram svæðistónleikar Nótunnar fyrir Suðurland, Suðurnes og Kragann og átti Tónlistarskóli Árnesinga fjögur atriði á dagskrá. Á tónleikunum kepptu tónlistarskólanemendur um þátttökurétt á lokatónleikum Nótunnar, sem að þessu sinni verða haldnir í Hofi á Akureyri 6. apríl.
Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga stóðu sig allir afskaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. Þá var uppskeran ríkuleg, því tvö af atriðum skólans komust áfram á lokatónleikana.
Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga í Hofi þann 6. apríl verða:
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem leikur 1. þátt úr konsert í a-moll eftir Antonio Vivaldi á fiðlu, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar og
Rytmasveitin No Sleep, en hana skipa Gylfi […]


[…]
