Strengjamót á Akureyri

2018-12-11T14:14:42+00:00

Strengjamót var haldið á Akureyri dagana 2. – 4. nóvember. Frá Tónlistarskóla Árnesinga fóru 10 duglegir strengjanemendur og tveir kennarar (sem jafnframt stjórnuðu hljómsveitum á mótinu), auk foreldra sem héldu þétt utan um hópinn.

Akureyringar stóðu einstaklega vel að allri umgjörð mótsins. Æfingar fóru fram á fjórum stöðum í bænum, en lokatónleikar voru haldnir í glæsilegum aðalsal Menningarhússins Hofs.

– Heim snéri glaður hópur að móti loknu, með góðar minningar í farteskinu og nýja ferska tónlistarneista í huga og höndum.

 

(Mynd frá strengjadeildartónleikum 2018)

Strengjamót á Akureyri2018-12-11T14:14:42+00:00

Hljóðfærakynningar í 2. bekk

2018-10-17T16:28:53+00:00

Hljóðfærakynningar í 2. bekk allra grunnskóla í Árnessýslu, er fastur þáttur í vetrarstarfi Tónlistarskólans.

Í október fá nemendur kynningu á trommum, gítar, rafgítar og píanói og sjá Margrét, Stefán og Vignir um þessa fyrstu sex vikna kynningarlotu vetrarins.

Í nóvember fara af stað kynningar á strengjahljóðfærum, í janúar tréblásturshljóðfærum, í febrúar málmblásturshljóðfærum og í mars fá nemendur upprifjunartíma og syngja saman.

 

Tónlistarskólakennarar skipta með sér kynningunum. Nemendur fá að sjá hljóðfærin, heyra leikið á þau og að lokum að prófa sjálf að ná tóni/spila, sem vekur alltaf mikla gleði og eftirvæntingu.

 

Hljóðfærakynningar í 2. bekk2018-10-17T16:28:53+00:00

Lúðrasveitamót á Akureyri

2018-11-01T09:22:31+00:00

Lúðrasveitamót var haldið á Akureyri dagana 12. – 14. október, fyrir nemendur úr 8. bekk og eldri sem lokið hafa grunnprófi í hljóðfæraleik.

15 nemendur frá Þorlákshöfn og Selfossi tóku þátt í mótinu ásamt kennurum sínum, þeim Jóhanni, Gesti og Kolbrúnu Berglindi, en þátttakendur komu alls staðar að af landinu. Hópnum var skipt í ýmsar smiðjur þar sem hægt var að læra t.d. á ukulele, steppdans, zumba-dans, spila í stórsveit og ýmislegt fleira.

 

Lúðrasveitamót á Akureyri2018-11-01T09:22:31+00:00

Súputónleikar á Stokkseyri

2018-10-16T13:55:37+00:00

Árlegir súputónleikar BES (Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri) voru haldnir sunnudaginn 14. október á Stokkseyri, en tónleikarnir eru samstarfsverkefni Barnaskólans og Tónlistarskóla Árnesinga.

Á tónleikunum komu fram tónlistarskólanemendur af svæðinu og nemendur sem taka þátt í kór og tónlistarvali Barnaskólans. Nemendur stóðu sig vel og ánægjulegt að sjá hve margir áheyrendur mættu til að hlýða á tónleikana.

Í dagskrárlok var að vanda boðið upp á súpu gegn frjálsum framlögum, en ágóðinn rennur til stuðnings við tónlistarstarf í grunnskólanum.

Súputónleikar á Stokkseyri2018-10-16T13:55:37+00:00

Skólaslit vorið 2018

2018-08-16T06:42:13+00:00

Skólaslit tónlistarskólans vorið 2018 verða sem hér segir:

Þriðjudaginn 22. maí.

– Flúðir – Félagsheimili Hrunamanna kl. 16:00

– Stokkseyri – Grunnskólinn kl. 17:00

– Þorlákshöfn – Ráðhúsið kl. 18:00

Miðvikudaginn 23. maí.

– Reykholt –  Aratunga kl. 17:00

– Hveragerði – Hveragerðiskirkja kl. 18:30

Fimmtudaginn 24. maí.

– Þjórsárskóli – Árnes kl. 16:00

Mánudaginn 28. maí.

– Flóaskóli – Þjórsárver kl. 16:00

– Selfoss – Sunnulækjarskóli kl. 18:00

Þriðjudaginn 29. maí.

– Laugarvatn – Grunnskólinn kl. 17:00

Föstudaginn 1. júní.

– Kerhólsskóli kl. 13:00

Skólaslit vorið 20182018-08-16T06:42:13+00:00

Líflegur laugardagur hjá gítar- og blokkflautunemendum

2018-08-16T06:42:17+00:00

Laugardagurinn 14. apríl var líflegur í tónlistarskólanum, því þann dag sóttu gítarnemendur meistaranámskeið hjá Arnaldi Arnarsyni gítarleikara og Suzuki-blokkflautunemendur sóttu upprifjunartíma hjá Ingibjörgu Birgisdóttur.

Nemendur stóðu sig með mikilli plýði

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá laugardeginum.

Líflegur laugardagur hjá gítar- og blokkflautunemendum2018-08-16T06:42:17+00:00

Mjög fjölbreytt tónleikahald í mars

2018-08-16T06:42:20+00:00

Tónleikahald í mars hefur verið með fjölbreytilegasta sniði. Þar má nefna Nótutónleika, Star-Wars messu, blásarasveitatónleika, miðdeildartónleika og framhaldsdeildartónleika.

Fulltrúi Tónlistarskóla Árnesinga á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu 4. mars var Katrín Birna Sigurðardóttir, en hún lék ótrúlega fallega verk eftir Fauré, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.

Sama dag léku nokkrir nemendur skólans í  messu í Selfosskirkju, þar sem öll tónlistin var úr Star-Wars kvikmyndum.

Á miðdeildartónleikum skólans 5. mars og framhaldsdeildartónleikum 7. mars var einstaklega gaman að heyra hve gróskan er mikil í nemendahópnum. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og fjölbreyttir og flutningur nemendanna til fyrirmyndar.

Til hamingju með tónlistaruppskeruna í mars 🙂

Mjög fjölbreytt tónleikahald í mars2018-08-16T06:42:20+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi