Líflegt tónleikahald á haustönn
2023-01-27T08:26:26+00:00Það má segja að skólastarf hafi farið af stað með mikilum krafti í haust, því það sem af er vetri hafa yfir 100 viðburðir verið skráðir þar sem nemendur hafa komið fram.
Líflegast var tónleikahaldið í nóvember og desember, með átta deildatónleikum, stórtónleikum með lögum Gunnars Þórðarsonar á Laugarvatni, fjölda hausttónleika og Suzuki-útskriftartónleika, jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju, jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu, jólaballi Suzukideildar og loks með jólaspilamennslu úti í samfélaginu í desember.
Það að komast aftur út í samfélagið með nemendum að leika jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana var reglulega ánægjulegt, en viðkomustaðirnir voru fjölmargir. Má nefna hjúkrunarheimili, fundi […]