Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands
2020-10-02T09:11:52+00:00Það var stór stund í tónlistarsögu Sunnlendinga þegar stofnuð var Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á haustdögum. Stjórnandi sveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson, en hann kom einnig að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fyrir 27 árum síðan og var stjórnandi hennar í 22 ár. Hér er því byggt á mikilli reynslu.
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hélt sína fyrstu tónleika 16. september og voru það grunnskólanemendur í Þorlákshöfn, Hveragerði og uppsveitum sem fengu að njóta þeirrar skemmtilegu dagskrár sem boðið var uppá. Því miður tókst ekki að halda tónleika í Árborg vegna Covid.
Það er gaman að geta þess að kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skipuðu að stórum hluta hina nýstofnuðu hljómsveit, auk […]